1. Hvað festir bæði fót og hönd við fósturjarðar skaut. Sem heldur yfir höf og lönd í ham sem fór á braut. Og hvað er þetta bjarta band er bindur sál við reit, sem tengir saman trú og land og taug hjá manni' og sveit. 2. Hvað er það sem svo yljar mér, ef um þig hugsa fer. Hvað er það meira en augað sér en eyjar, flóa, ver, sem vekur svona voldugt þrá og veitir þreyttum fró. Svo uni ég þér einni hjá í ástar friði og ró.